Birtu- og hitastýrt ljós fyrir gróðurhús

BIRTA-Gróðurhúsalausn

 

BIRTA er tölvustýrð hátæknilausn sem framleiðir litrófs- og hitastýrt ljós fyrir gróðurhús. Hún hentar hverjum sem er en miðast fyrst og fremst við þarfir atvinnu-ræktenda.BIRTA safnar ljósuppskriftum í miðlægan gagnabanka opinn öllum og ABC Lights ehf umbunar þeim fjárhagslega sem skapa vinsælar ljósuppskriftir

Hvert gróðurhús verður þannig að sívirkri tilraunastöð. Notendur leigja ljósin í stað þess að kaupa, startkostnaður heyrir sögunni til, nýliðun einfaldast og endurnýjun ljósa straumlínulöguð. Ljósuppskriftir munu gera mönnum kleift að sérhanna bragð, lit og áferð afurða sinna með nákvæmum litrófs og tímastillingum

BIRTA er hlaðin nýungum sem miða að því að hámarka alla jákvæða þætti LED lýsingar og útrýma neikvæðum þáttum. Mörg samverkandi kerfi tengjast sjálfvirku litófsstýrikerfi í lítilli en gríðaröflugri tölvu inni í hverju ljósi og saman margfalda þau líftíma LED peranna. Prófanir sýna um 60% orkusparnað og réttur styrkur og litróf ljóssins mun stuðla að heilbrigðu rakaskiptajafnvægi plantanna og langlífi búnaðarins.

Fullkomin kæling rafrása, kæliplötu og díóða margfaldar líftíma ljósanna

BIRTA - heildarlausn

 

Birta 1.0

inniheldur 100 LED perur sem gefa frá sér birtu af klæðskerasniðinni litrófssamsetningu og styrk. Þeim er stýrt af innanborðstölvu sem sækir stillingarnar í gagnabanka. Sjálfvirkur skynjari breytir ljósstyrknum eftir umhverfisbirtu. Skynjarar safna umhverfismælingum og koma þeim þráðlaust til Birtu 1.0. Hún notar þær til að fínstilla ljósið sem viðbót við sólarljós ef þess þarf

Birtu appið

Notandinn stýrir þaðan öllu sem viðkemur ljósinu; Birtubankanum, eigin ljósuppskriftum, skoðar uppskriftir sem aðrir hafa deilt, sameinar ljós í klasa og keyrir ljósuppskriftir, skoðar vinsældir uppskrifta, árangurstölur, mælingar skynjara, notendaspjall, áskriftir og umbunarkerfi

Birtubankinn

vistar ljósuppskriftirnar, notendagögnin, s.s. hvaða ljós eru að nota hvaða uppskriftir og hvaða klasa þau tilheyra, greiðsluupplýsingar, uppfærslur, bakendagögn. Birtubankinn er fyrsti og eini grunnurinn í heiminum með upplýsingar um litrófsnýtingu plantna og viðeigandi ræktunartíma á hverju skeiði, sem verður opinn almenningi og fræðasamfélaginu.

UppskriftJarðarber.PNG

Tryggir áreiðanlegt ljósmagn, rétta bylgjutíðni og heilbrigt rakaskipta-jafnvægi plantanna. Öflugar stýringar og sjálfvirkar stillingar spara 60% af orku til ræktunar.

— BIRTA App

AppMenu_Uppskriftir.PNG

Notendur geta vistað eigin ljósuppskriftir í Birtu-bankanum, deilt með samfélaginu og sótt opnar uppskriftir þaðan.

— BIRTU Bankinn

Gerir hvert einasta gróðurhús að virkri rannsóknarstofu undir stjórn ræktendans sjálfs.

Gróðurhúsalausnin BIRTA

hentar hverjum sem er en miðast fyrst og fremst við þarfir atvinnuræktenda.

 

Þráðlaus stýring úr tölvu eða snjalltæki


 

Sjálfvirkt viðhalds- og bilanatilkynningakerfi auðveldar reksturinn. Nákvæmar litrófsstillingar og miðlægur Birtubanki tryggja vísindalega nákvæmni. Birta umbunar þeim fjárhagslega sem skapa vinsælar ljósuppskriftir.

 

Vistar og varðveitir reynslu kynslóðanna.


Vitljós sem aðlagast breytingum í umhverfi, sparar orku og hámarkar afköst

ABC Lights samstarfsaðilar

 
Tthrsj_logo_IS.jpg

ABC lights

hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði til þróunar á bitru og hitastýrðum ljósum.

nmi-trans.png

NMI

NMI hefur aðstoðað við þróun BIRTU. Í því fólst leiðsögn og faglegur stuðningur frá sérfræðingum NMÍ og náði stuðningurinn til fjölda sviða.

growflux.jpg

Grow Flux

ABC Lights er í samstarfi við bandaríska fyrirtækið, Growflux Inc.